Vel heppnuð byggðaráðstefna á Breiðdalsvík

Dagana 14.-15. september stóð Byggðastofnun fyrir byggðaráðstefnu á Breiðdalsvík. Okkar manneskjur á rannsóknarsviði, Helena Eydís og Gréta Bergrún sátu ráðstefnuna en Gréta Bergrún var þar með erindi þar sem hún kynnti niðurstöður rannsóknar sem ÞÞ gaf út í vor, Byggðir og breytingar – raundæmið Húsavík en skýrsluna má finna hér.
Ráðstefnugestir voru nærri 120 talsins og fór ráðstefnan fram í gamla frystihúsinu, sem búið að er breyta í glæsilegan funda- og veislusal þar sem ýmis efniviður fær að njóta sín m.a. eru trampolínhringir sem ljósakrónur. Ýmis fróðleg erindi voru flutt en þema ráðstefnunnar í ár var „Ungt fólk og landsbyggðin“. Þá var einnig farið í skemmtilega heimsókn á Vélaverkstæði Sigurgeirs sem og á lúxushótelið Silfurberg, sem er að finna á bænum Þorgrímsstöðum á Breiðdal. Hótelið lætur lítið yfir sér en lumar á 12-15 manna lúxuxhóteli í hlöðunni. Skemmtilegt að sækja Breiðdalsvík heim og fróðlegt að hitta aðra sem vinna að byggðarannsóknum og byggðamálum.

20160914_133154_resized 20160914_172238_resized 20160914_173747_resized 20160914_185154_resized 20160915_130304_resized 20160915_141118_resized14317404_10210654106293890_3713486578949679213_n

Deila þessum póst