Vel heppnuð heimsókn samstarfsaðila

Í liðinni vikur voru samstarfsaðilar í verkefninu Nýskapandi samfélag í Norðurþingi í heimsókn á Húsavík þar sem verkefninu var formlega ýtt úr vör. Verkefnið hefur erlenda heitið CRISTAL – Creative Regions for Innovation, Skills, Technology, Accessibility and Learning. Á mánudag og þriðjudag voru stíf fundarhöld enda viðamikið verkefni og að ýmsu að hyggja til að skipuleggja næstu þrjú árin. Samstarfsaðilar í verkefninu eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Wales – Trinity Saint David, tækniþróunarfyrirtækið Lindberg&Lindberg frá Svíþjóð og Azienda Agricola “DORA” á Ítalíu sem er ólívubúgarður með sjálfbærni sem aðal markmið.  Verkefnið snýst um að gera módel af samfélagi þar sem frumkvöðlamennt, tækninám, sjálfbærni og sköpun eru innleidd á öll skólastig með nýjum námsaðferðum. Í verkefninu heima í héraði eru einnig Norðurþing, Framhaldsskólinn á Húsavík og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga samstarfsaðilar og þátttakendur. Að fundarhöldum loknum var svo auðvitað farið með gestina í Hvalaskoðun og einnig skoðunarferð um Flatey, og mæltist það vel fyrir. Spennandi tímar og mikil vinna framundan.

051 047 042 040 035 021 020 005 004

284 277 234 231 189 178 175 162 115 060

Deila þessum póst