Vel heppnuðu vélgæslunámskeiði lokið

Vélgæsla útskrift 016
Glæsilegur hópur. Smellið á mynd til að opna myndasafn.

Það var létt yfir mönnum þegar síðasti dagurinn á vélgæslunámskeiðinu rann upp og menn uppskáru erfiði síðustu daga. Óhætt er að segja að hér hafi áhugasamir og skemmtilegir nemendur verið á ferð og líflegt í Menntasetrinu þá sjö daga sem námskeiðið stóð yfir. Að námskeiði loknu sneru menn aftur til vinnu og daglegra starfa ánægðir með áfangann, enda komnir með hin svokölluðu 12 metra/750 kw réttindi í vélstjórn. Við í Menntasetrinu þökkum þessum köppum fyrir samveruna.

Deila þessum póst