Vélgæslunámskeið á Þórshöfn

Í næstu viku hefst vélgæslunámskeið á Þórshöfn ef þátttaka næst. Þetta er námskeið sem búið er að keyra á hverju vori á Húsavík um árabil og nú býðst Þórshafnarbúum og nágrönnum að taka þetta hagnýta nám hér í heimabyggð.

smábátur
Leó ÞH að koma úr gráslepputúr vorið 2011

Námskeiðið er til að öðlast rétt til að vera vélavörður á fiskiskipum 12 m og styttri að skráningarlengd með vélarafl 750 kW eða minna, en á skemmtibátum allt að 24 m skráningarlengd, samkvæmt reglugerð nr. 175/2008 um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum. Hverjum námsþætti lýkur með prófi. Ljúki þátttakandi öllum þáttum með fullnægjandi árangri skv. kröfum laga og reglugerða öðlast hann réttindi til skírteinis Smáskipa vélavörður (SSV).

Leiðbeinandi: Guðmundur Einarsson                           Staður: Menntasetrið á Þórshöfn

Tími: Kennsla hefst föstudaginn 16. maí. kl. 09:00. Kennt 16.-22. maí frá kl. 9:00—16:00.

Verð: 85.000. Fólki er bent á að kynna sér námskeiðsstyrki stéttarfélaganna.

Skráning: 464-5100, 464-5144, hac@hac.is og heidrun@hac.is

Deila þessum póst