Verkefnastjórnunar-námskeið

[Uppfært 18. sept.:  Námskeiðinu hefur verið frestað þar til í október. Verður auglýst nánar síðar hér á heimasíðunni og í námsvísi.  Tekið er við skráningum.]

Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði verkefnastjórnunar og persónulega færni nemenda, skilvirkt verklag, skipulag og forgangsröðun verkefna. Verkefnin eru skoðuð í víðu samhengi, allt frá skipulagningu og áætlunargerð til eftirlits með öllum þáttum á verktíma. Þetta námskeið nýtist öllum sem vilja tileinka sér betra verklag, auka afköst sín og skilvirkni í þeim verkefnum sem þeir eru að vinna í og stjórna, sama af hvaða stærðargráðu þau eru.

IMG_4520

Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir við undirbúning verkefna, áætlanagerð og eftirfylgni. Þátttakendur fá góða sýn á eðli verkefna, æfingu og kynningu á að nota algeng verkfæri við verkefnastjórnun, kennslu og þjálfun í góðum samskiptum í hópastarfi og kynnt helstu hjálpartæki verkefnastjórans á sviði hugbúnaðar. Námskeiðið er undirbúningur fyrir alþjóðlega D-vottun verkefnastjóra. Námskeiðið er viðurkennt af Verkefnastjórnunarfélagi Íslands og IPMA(International Project Management Association).

Svavar Viðarsson hefur víðtæka reynslu í stjórnun verkefna, s.s. Grundfos A/s, Coca-cola, Jysk Nordic, Lego o.f.l. BSc í Verkferlahagfræði og Virðiskeðjustjórnun og MSc í Verkefnastjórnun.

Síðast komust færri að en vildu.

Skráningar fara fram á vefnum, í síma 464-5100 eða á hac@hac.is

Deila þessum póst