
Um helgina urðu til fallegir skartgripir á víravirkisnámskeiði hjá Júlíu Þrastardóttur gullsmíðameistara. Þetta er í annað skipti sem hún kemur með námskeið í Menntasetrið á Þórshöfn og að þessu sinni mættu þrjár á framhaldsnámskeið og tvær þreyttu frumraun sína í þessari skemmtilegu skartgripagerð. Í vor mun Júlía síðan heimækja okkur í þriðja sinn og þá fara leikar að æsast því þá er komið að hringasmíði og er það námskeið ætlað fyrir þá sem eru búnir með byrjendanámskeiðið.