
Guðmundur Einarsson kennari hefur komið til okkar á hverju vori í mörg ár og haldið Vélgæslunámskeið. Þetta er orðið að föstum lið hérna hjá okkur og alltaf jafn ánægjulegt að fá kallinn til okkar í vikudvöl.
Í ár kláruði 9 hressir kallar námskeiðið með sóma. Áhugasamur hópur sem kom víða að. Guðmundur hefur einstakt lag á að koma efninu til skila og þó að þetta sé langt og strangt námskeið, kennt frá kl. 09:00 – 16:00 í átta daga, þá segja nemendur hans að hann láti þetta líða hjá á miklu styttri tíma.
Við þökkum hópnum og Guðmundi kærlega fyrir góða samveru og óskum þátttakendum til hamingju með góðan árangur.
Sjáumst næsta vor, Guðmundur.