Um 90 manns sóttu afmælismálþing Þekkingarnets Þingeyinga í skólahúsinu á Kópaskeri í dag. Málþingið snérist um menntastarf og með sérstakri áherslu á stórmerkilega starfsemi grunnskólans á Kópaskeri undir stjórn Péturs Þorsteinssonar. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra kom sérstaklega norður til að taka þátt í málþinginu með heimafólki, flutti ávarp í upphafi og endaði svo dagskrána óvænt með því að setjast við flygil hússins og leika frumsamið lag fyrir gesti.
Þekkingarnetið færir ráðherra, heimafólki og öðrum góðum þátttakendum kærar þakkir fyrir ánægjulegan dag á Kópaskeri.
Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri og Trausti Þorsteinsson, dósent við Háskólann á Akureyri flytja sín erindi
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpar málstofugesti í „gryfjunni“ á Kópaskeri
Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Háskóla Íslands flytur erindi.
Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnetsins við upphaf málþingsins og stjórn Þekkingarnetsins að loknum aðalfundi
Iðunn Antonsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fræþings og samstarfskona Péturs stýrði málþinginu.