Hagnýtar upplýsingar

Skráning á námskeið

Skráning á öll námskeið fer fram hér á heimasíðunni (efst á síðunni eða undir valglugganum „símenntun“ þar sem námskeiðaframboð er kynnt).  Einnig er hægt að skrá sig í síma 464 5100 alla virka daga frá kl 8:00 til 16:00. Þá er líka hægt að óska upplýsinga og skrá sig með því að senda póst á netfangið hac@hac.is og þarf þá að fylgja nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang og stéttarfélagsaðild. Skráning á námskeið þarf öllu jöfnu að vera lokið þremur virkum dögum áður en námskeið hefst.

Staðsetning námskeiða

Einstaka námskeið er óstaðsett og verða þau námskeið haldin þar sem þátttaka fæst með það að markmiði að auka sveigjanleika í námskeiðahaldinu og gefa fleirum tækifæri á nánast hvaða námskeiði sem er. Þá verður leitast við að leysa vanda fámennra svæða ef þátttakendur reynast of fáir til að fylla námskeið. Það er því mjög áríðandi að áhugasamir um auglýst námskeið hafi samband og láti skrá sig, þannig verður hægt að finna leiðir fyrir sem allra flesta til að stunda það nám sem þeir óska.

Styrkir til náms

Í mörgum tilvikum eiga einstaklingar sem sækja námskeið hjá Þekkingarnetinu rétt á námskeiðsstyrk frá sínu stéttarfélagi. Oftast greiðir þátttakandinn námskeiðsgjaldið í upphafi en framvísar síðan reikningnum stéttarfélagsins. Kannaðu þína möguleika á námsstyrkjum ef þú hefur hug á að sækja námskeið eða fara í frekara nám

Þekkingarnetið hefur gert samstarfssamning við starfsmenntasjóðina Sveitamennt og Ríkismennt. Það þýðir að öll starfstengd námskeið eru greidd að fullu fyrir þá almennu starfsmenn sem starfa hjá ríki eða sveitarfélögum. Hvað telst starfstengt námskeið er sameiginlegt mat starfsmanns og yfirmanns og er metið hverju sinni. Þetta á eingöngu við um þá sem greiða í Framsýn eða Verkalýðsfélag Þórshafnar.

Þekkingarnetið hefur einnig gert samning við Fræðslusetrið Starfsmennt og á það við um félaga í Starfsmannafélagi Húsavíkur. Starfsmennt greiðir fyrir stök námskeið og eru þau auglýst hverju sinni og skráning fer fram á síðu Starfsmenntar á smennt.is

Ágreiningsmál – réttindi nemenda

Þekkingarnet Þingeyinga fylgir eftirfarandi vinnureglum  sem stjórn stofnunarinnar hefur samþykkt um meðferð ágreiningsefna fyrir nemendur og aðra þjónustunotendur stofnunarinnar:

  • Ef ágreiningur er uppi um ákvarðanir og/eða vinnubrögð starfsmanna Þekkingarnetsins leitar nemandi fyrst til forstöðumanns með erindi sitt.
  • Ef ágreiningur leysist ekki með aðkomu forstöðumanns getur nemandi/þjónustunotandi borið erindi sitt upp við stjórn stofnunarinnar til afgreiðslu. Forstöðumaður kynnir þennan valkost og kemur nemanda í samband við formann stjórnar hverju sinni.
  • Ágreiningsmál skulu borin upp með skriflegum, rekjanlegum hætti.