Jólin eru að koma…

Það styttist í jólin og starfsfólk Þekkingarsetursins farið að huga að skreytingum. Á vinnustaðnum hefur myndast sú hefð að karlmenn koma ríkulega að hönnun og fínvinnu við skreytingarnar. Skreytingameistari þessa árs er líklegur til að verða Hilmar Valur, en honum hlotnaðist sá heiður í morgun að „setja upp ljósaslönguna“.

x1
Jólabarnið Hilmar Valur

Háskólanemum sem sitja um þessar mundir öll kvöld og helgar (og nætur) við lestur er rétt að benda á að kassi með feiknalega ljótum jólapeysum vinnustaðarins verður hafður frammi við námsverið. Upplagt til að hlýja sér á löngum lestrarnóttum. Einnig styttist í fyrsta Macintosh-bauk prófavertíðarinnar.

x
Kaffistofan er orðin fallega skreytt. Þorkell Björnsson kom að verkinu með Hilmari Val.

 

Deila þessum póst