Málþing á Kópaskeri

Kópaskersskóli-myndFöstudaginn 2. maí nk. frá kl. kl. 15:00-18:15 mun Þekkingarnetið standa fyrir málþingi um menntamál „Upp veslast ónotaðar gáfur“.  Málþingið verður haldið á Kópaskeri, en stofnunin heldur aðalfund sinn þar þennan sama dag.  Þetta skólaár markar tímamót af ýmsu tagi sem gefa tilefni til að efna til umræðu um menntamál í Þingeyjarsýslu.  Það eru 10 ár liðin frá stofnun Þekkingarseturs Þingeyinga og líka 15 ár frá stofnun Fræðslumiðstöðvar Þingeyinga, sem saman lögðu þessar stofnanir grunninn að Þekkingarneti Þingeyinga.  Þá eru um 35 ár frá því framkvæmdir hófust við skólahúsið á Kópaskeri, en sú bygging og það starf sem þar fór fram var að mörgu leyti merkilegt innlegg í skólaþróun á Íslandi. illugi_gunnarsson-5

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, mun mæta á svæðið og ávarpa samkomuna. Þá munu Ingvar Sigurgeirsson prófessor og Trausti Þorsteinsson dósent flytja erindi. Síðast en ekki síst mun svo Pétur Þorsteinsson frumkvöðull í skólastarfi og fyrrverandi skólastjóri grunnskólans á Kópaskeri mæta og flytja erindi einnig.

Við bjóðum upp á veitingar frá Kvenfélaginu Stjörnunni og vonandi tónlistarflutning á milli og vonumst eftir að fá sem flesta til að koma og gleðjast með okkur.

Málstofa Kópaskeri maí 2014 – Dagskrá

Deila þessum póst