Þekkingarnetið hefur boðið íbúum og landsmönnum upp á lifandi streymi listafólks á föstudagsmorgnum á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi. Við munum halda ótrauð áfram þar til fer að rofa til í samfélaginu.
Föstudagsgestur okkar að þessu sinni er enginn annar en Mugison.
Þið munið kannski eftir honum á Laugum, á síðustu öld….. kannski rifjar hann upp tímann, hljómsveitaæfingar í Þróttó, samlokur á sunnudögum, vatnsstríðið á Húsó, hver veit?
Fylgist með á Facebook-síðu Þekkingarnetsins á föstudaginn kl 10:00