Samstarf

Þekkingarnetið og samstarf

Erlend samstarfsverkefni Erasmus+ árið 2020-2022:

 

NICHE- Hlúð að óáþreifanlegum menningararfi í frumkvöðlastarfi

Markmið verkefnisins er að að styðja við starf frumkvöðla tengdu óáþreifanlegum menningararfi og þróa nýtt fræðsluframboð um efnið. Markhópurinn er núverandi og tilvonandi fagfólk í greininni og er ætlunin að auka samkeppnishæfni og viðhalda vexti hennar.

Verkefnin sem unnin verða innan NICHE eru því t.d. að:

  • Skoða hvað óáþreifanlegur menningararfur felur í sér og hvaða eiginleikar og hæfni þurfa að vera til staðar hjá þeim sem starfa innan geirans. Þetta athugað með tilliti til Evrópska hæfnirammans.
  • Þróa námsefni um óáþreifanlegan menningararf sem byggir á nýjum aðferðum. Umfjöllunarefnin verða t.d. stjórnun, fjáröflun og stafræn framsetning.
  • Búa til kennsluvef sem verður þungamiðjan í miðlun á kennsluefni verkefnisins. Efninu er ætlað að auka við færni og hæfni starfsfólks innan geirans. 

NICHE verkefnið er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Þetta er tveggja ára verkefni og hófst í nóvember 2020. Þátttakendur í verkefninu eru níu talsins og koma frá sjö löndum Evrópu; Íslandi, Belgíu, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Spáni og Svíþjóð. Sótt var um verkefnið á Íslandi og fer Þekkingarnet Þingeyinga með verkefnastjórn yfir verkefninu. Samstarfsaðili okkar á Íslandi er Nýheimar Þekkingarsetur á Höfn í Hornafirði.

 

Stafræn samfélög – Stafræn hæfni og færni samfélaga á landsbyggðinni

Verkefnið heitir Digital Communities –Digital skills and competences of local communities in rural areas. Í daglegu tali gengur verkefnið undir heitinu Stafræn samfélög. Verkefnið er unnið í samstarfi sex aðila sem koma frá fimm Evrópulöndum, þ.e. Búlgaríu, Hollandi, Svíþjóð, Spáni og Íslandi en þátttakendur frá Íslandi eru tveir, Nýheimar þekkingarsetur og Þekkingarnet Þingeyinga. Verkefnið er Erasmus+ verkefni og er styrkt er af samstarfsáætlun Evrópusambandsins. Nýheimar þekkingarsetur sóttu um verkefnið fyrir hönd hópsins og er verkefnastjóri þess.

Verkefnið snýst um að styrkja stafræna færni íbúa í sveitarfélögum í dreifbýli. Áhersla verður lögð á eldri borgara í þessu samhengi ásamt sjálfboðaliðum, leiðbeinendum og umönnunaraðilum eldri borgara. Fyrirhugað er að greina hvað þarf til þess að aldraðir einstaklingar geti nýtt mismunandi opinbera þjónustu á veraldarvefnum og lagað sig þannig betur að hinum stafræna heimi. Þannig megi efla sjálfstraust í notkun netsins sem getur bætt lífsgæði þar sem þjónusta er í síauknum mæli á vefnum. Að greiningunni lokinni verða þróaðar leiðbeingar fyrir stafræna þátttöku aldraðra, t.d. myndbönd, út frá raunverulegum dæmum úr lífi aldraðra. Afurðirnar verða í framhaldinu kynntar fyrir umönnunaraðilum eldri borgara og þeim boðin fræðsla í að nýta efnið til að veita skjólstæðingum sínum kennslu, stuðning og hvata.

DEAL – Símenntun í stafrænni hæfni frumkvöðla 

DEAL verkefnið miðar að því að auka möguleika tilvonandi frumkvöðla og þróa nýjar aðferðir í kennslu og þjálfun, efla frumkvöðlastarf í dreifðum byggðum með því að leggja aukna áherslu á stafræna nálgun. Markhópurinn er fullorðið fólk með litla formlega menntun.

DEAL er tveggja ára verkefni sem hófst í lok árs 2020 og lýkur árið 2022. Þátttakendur í verkefninu eru sjö talsins og koma frá fimm Evrópulöndum (Belgíu, Íslandi, Írland, Ítalía og Spáni). Sótt var um verkefnið á Írlandi og er Þekkingarnet Þingeyinga samstarfsaðili.

Erlend samstarfsverkefni 2018-2020

SUSTAIN IT –SJÁLFBÆRNI Í FERÐAÞJÓNUSTU- NÝSKÖPUN Í ÞJÁLFUN STARFSFÓLKS
e. SUSTAINABLE TOURISM INNOVATIVE TRAINING

Verkefnið er Erasmus+ samstarfsverkefni sem Þekkingarnetið leiðir en Nýheimar á Höfn og stofnanir á Írlandi, Kýpur, Spáni, Ítalíu og Belgíu taka einnig þátt í verkefninu.

Markmið SUSTAIN IT er að auka samkeppnishæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu sem vinna í anda sjálfbærar þróunar með því að þróa nýja, hagnýta og framkvæmanlega starfsmenntun fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu. SUSTAIN IT starfsmenntunin mun annars vegar vera hefðbundin kennsla og hinsvegar fræðsla sem er aðgengileg á vefsíðunni.

The objective of SUSTAIN IT is to enhance the competitiveness of the sustainable tourism sector by developing and delivering innovative, concrete and actionable training to tourism sector’s operators (current and prospective). SUSTAIN IT will deliver the training both via traditional means (face-2-face) and through the dedicated Open Educational Resource.

Sjá nánar á heimasíðu verkefnisins / see further on project’s webpage: http://www.sustainit.eu/index.php

SOLOPRENEUR VERKEFNIÐ – AUKIN TÆKIFÆRI TIL SJÁLFSTÆÐS REKSTURS Í DREIFÐUM BYGGÐUM EVRÓPU

e. SELF-EMPLOYABILITY IN REMOTE REGIONS OF EUROPE
 
Markmið SOLOPRENEUR er að þróa námsefni sem verður sérstaklega hannað til að auka starfshæfni einstaklinga, t.d. atvinnuleitanda, þeirra sem vilja breyta um starfsvettvang og þeirra sem eru að leita að nýjum tækifærum í sjálfstæðum rekstri eða frumkvöðlastarfsemi. Þessu markmiði verður náð með því að þróa viðeigandi lausnamiðað námsefni og hagnýt verkfæri, sem allt verður aðgengilegt á netinu.
SOLOPRENEUR aims at developing innovative training and learning solutions to enhance employability of job-seekers, underemployed/temporarily unemployed and those who are seeking better or new opportunities through self-employment. SOLOPRENEUR specific objectives are to support the acquisition of skills and tools to enhance self-employability. This will be achieved by developing adequate training solutions, material and on-line tools.
 

Sjá nánar á heimasíðu verkefnisins / see further on project’s webpage:  http://www.solo-preneur.eu/index.php

X