Samstarf

  

Þekkingarnetið og samstarf

Þekkingarnetið byggir allt á samstarfi og til þess er stofnað sem samstarfsnets um menntaþjónustu og rannsóknir. Stjórn Þekkingarnetsins er 8 manna og samsett af fulltrúum sveitarfélaga, háskóla, framhaldsskóla, rannsóknastofnana og aðilum atvinnulífsins. Þekkingarnetið á einnig í starfi sínu í víðtæku samstarfi við fjölmarga aðila og byggir á því að sinna svæðisbundinni þjónustu við samfélag; íbúa og atvinnulíf, á öllu sínu starfssvæði í Þingeyjarsýslum.  Þekkingarnetið byggir einnig tilvist sína á þátttöku í samstarfi við aðrar sambærilegar stofnanir víða um land, s.s. í gegnum samtök símenntunarmiðstöðva og samtök þekkingarsetra.  Þetta má einnig sjá í uppbyggingu stofnunarinnar sjálfrar þar sem hún rekur starfsstöðvar sínar og þjónustu víða um hérað, en ekki með miðlægri starfsemi frá einum stað.  

Erlend samstarfsverkefni eru líka vaxandi hluti starfsemi Þekkingarnetsins, og hefur stofnunin tekið þátt í allmörgum slíkum verkefnum. Oftast er um að ræða rannsókna- og/eða þróunarverkefni á fagsviðum Þekkingarnetsins þar sem fjármögnun fer fram í gegnum samkeppnissjóði á evrópskum eða norrænum grunni.

Erlend samstarfsverkefni árið 2019:

SUSTAIN IT VERKEFNIÐ

 

 


SJÁLFBÆRNI Í FERÐAÞJÓNUSTU- NÝSKÖPUN Í ÞJÁLFUN STARFSFÓLKS
e. SUSTAINABLE TOURISM INNOVATIVE TRAINING

Verkefnið er Erasmus+ samstarfsverkefni sem Þekkingarnetið leiðir en Nýheimar á Höfn og stofnanir á Írlandi, Kýpur, Spáni, Ítalíu og Belgíu taka einnig þátt í verkefninu.

Markmið SUSTAIN IT er að auka samkeppnishæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu sem vinna í anda sjálfbærar þróunar með því að þróa nýja, hagnýta og framkvæmanlega starfsmenntun fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu. SUSTAIN IT starfsmenntunin mun annars vegar vera hefðbundin kennsla og hinsvegar fræðsla sem er aðgengileg á vefsíðunni.

The objective of SUSTAIN IT is to enhance the competitiveness of the sustainable tourism sector by developing and delivering innovative, concrete and actionable training to tourism sector’s operators (current and prospective). SUSTAIN IT will deliver the training both via traditional means (face-2-face) and through the dedicated Open Educational Resource.

Sjá nánar á heimasíðu verkefnisins / see further on project’s webpage: http://www.sustainit.eu/index.php

SOLOPRENEUR VERKEFNIÐ

AUKIN TÆKIFÆRI TIL SJÁLFSTÆÐS REKSTURS Í DREIFÐUM BYGGÐUM EVRÓPU
e. SELF-EMPLOYABILITY IN REMOTE REGIONS OF EUROPE
 
Markmið SOLOPRENEUR er að þróa námsefni sem verður sérstaklega hannað til að auka starfshæfni einstaklinga, t.d. atvinnuleitanda, þeirra sem vilja breyta um starfsvettvang og þeirra sem eru að leita að nýjum tækifærum í sjálfstæðum rekstri eða frumkvöðlastarfsemi. Þessu markmiði verður náð með því að þróa viðeigandi lausnamiðað námsefni og hagnýt verkfæri, sem allt verður aðgengilegt á netinu.
SOLOPRENEUR aims at developing innovative training and learning solutions to enhance employability of job-seekers, underemployed/temporarily unemployed and those who are seeking better or new opportunities through self-employment. SOLOPRENEUR specific objectives are to support the acquisition of skills and tools to enhance self-employability. This will be achieved by developing adequate training solutions, material and on-line tools.
 

Sjá nánar á heimasíðu verkefnisins / see further on project’s webpage:  http://www.solo-preneur.eu/index.php

X