Námsframboð

Smelltu hér til að skrá þig í nám

Þekkingarnet Þingeyinga hefur skilgreint hlutverk við þjónustu við fullorðið fólk sem býr á starfssvæði sínu og stundar eða hyggur á nám, hvar sem það er statt og hvaða nám sem það stundar.  Þannig sinnir Þekkingarnetið nemendum á öllum námsstigum hvort sem verið er að byggja undir almennan grunn, stunda nám í framhaldsskólum eða á háskólastigi. Þjónustan við fullorðna háskólanema og framhaldsskólanema er fyrst of fremst í formi þess að skapa aðstöðu, stuðning og veita ráðgjöf. Þannig getur námsfólkið fengið að taka prófin sín og setið í fjarfundum og við vinnu sína í námsverum víða um starfssvæðið auk þess að setjast niður af og til með náms- og starfsráðgjafa. Síðast en ekki síst drekka kaffi með starfsfólki Þekkingarnetsins og njóta nálægðar við aðra námsmenn.

Utan þessarar grunnþjónustu við námsfólkið heldur svo Þekkingarnetið einnig úti námsframboði fyrir fullorðið fólk þar sem reynt er að mæta þörfum og óskum samfélaganna og íbúa. Mestur hluti þessa náms byggir á lögum um framhaldsfræðslu og fellur að markmiðum um hagnýtt nám fyrir atvinnulífið. Í þessu starfi Þekkingarnetsins er sérstök áhersla lögð á að veita einstaklingum á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki eða búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttökuviðeigandi námstækifæri.Einnig er þó lagt upp úr því að halda úti stuttum námskeiðum til hvatningar og afþreyingar.  Þekkingarnetið er ein af 11 viðurkenndum símenntunarmiðstöðvum á landinu sem starfa við framhaldsfræðslu á grunni laga nr. 27/2010 samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið.