Tæknilæsi fyrir 60 ára og eldri

Þekkingarnet Þingeyinga hóf kennslu í tæknilæsi fyrir 60 ára og eldri í byrjun maí. Námskeiðin, sem eru kostuð af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eru þátttakendum að kostnaðarlausu og liður í átaki ráðuneytisins um eflingu tæknilæsis fyrir fólk 60 ára og eldri um allt land.

Þekkingarnet Þingeyinga er ábyrgðaraðili verkefnisins en vinnur það í samstarfi við Símey. Þátttakendur fá kennslu á snjalltæki (síma og spjaldtölvu) og er m.a. farið yfir rafræn skilríki og notkun þeirra, rafræn samskipti, notkun heimabanka og farið yfir hvernig verslað er á netverslun.

Hvert námskeið er átta klukkustundir í staðnámi og er kennt í 4 skipti.

Hér að neðan eru myndir af fyrstu hópunum sem kláruðu námskeiðið á Norðurlandi eystra og voru það nemendur sem sóttu námskeiðin á Húsavík og í Þingeyjarsveit.

Í lok maí verða kennd fleiri námskeið, bæði á Hvammi heimili aldraðra og á Þekkingarnetinu. Hægt er að senda fyrirspurnir eða skrá sig á námskeiðið í síma 464-5100.

         

 

Deila þessum póst