Raunfærnimat

Hefur þú áhuga á að skoða hvort raunfærnimat sé möguleiki fyrir þig?
Pantaðu tíma í viðtal hér

Hvað er raunfærnimat?

  • Raunfærnimat er staðfesting og mat á færni einstaklingsins án tillits til þess hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað. Markmiðið með raunfærnimati er að viðurkenna þá færni einstaklingsins sem hann býr yfir á ákveðnum tíma, þannig að hann þurfi ekki að sækja nám í því sem hann kann eða öðlist framgang í starfi. Raunfærnimat byggist á því að mögulegt sé að draga fram og lýsa raunfærni sem er fyrir hendi og skilgreina, meta og viðurkenna.
  • Mat á raunfærni er mikil hvatning til náms fyrir einstaklinga á vinnumarkaðanum og gefur þeim tækifæri á að ljúka námi á sínum forsendum.
  • Mat á raunfærni getur verið hvati fyrir fullorðið fólk á vinnumarkaði, í hinum ýmsu starfsgreinum, til að ljúka formlegu námi. Þar með styrkist staða þess, fagstéttanna, fyrirtækjanna og þjóðarinnar almennt hvað varðar þekkingarstig og framþróun.

Raunfærnimatsferlið

  •     Kynning á ferlinu
  •     Viðtal við náms- og starfsráðgjafa
  •     Ferlið hefst þegar kominn er hópur af einstaklingum sem uppfyllir inntökuskilyrði
  •     Færniskráning (gerð færnimöppu og sjálfsmat)
  •     Matssamtal (fagaðili metur færnina með fjölbreyttum aðferðum)
  •     Nánari staðfesting ef þess er þörf
  •     Viðurkenning (skírteini eða skráning metinna eininga í Innu)

Hér má sjá bækling um raunfærnimat á íslensku og ensku.

Listi yfir starfsgreinar þar sem raunfærnimat hefur farið fram eða unnið er að þróun viðmiða má finna hér