


Þekkingarnet Þingeyinga bíður uppá fjöldan allan af námskeiðum, taktu þig til og skráðu þig á námskeið.
Þekkingarnet Þingeyinga býður uppá náms- og starfsráðgjöf
Febrúar, 2023
Past & Future Events
Past & Future Events
Only Past Events
Only Future Events
14feb(feb 14)14:3021(feb 21)15:30WorkPoint Námskeið fyrir starfsfólk HSN14:30 - 15:30 (21)


Nánar um viðburð
HSN hefur tekið í notkun rafræna skjalakerfið WorkPoint. Samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 ber HSN að varðveita skjöl í skjalasafni og skila til Þjóðskjalasafns. Hingað til hafa gögn
Nánar um viðburð
HSN hefur tekið í notkun rafræna skjalakerfið WorkPoint. Samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 ber HSN að varðveita skjöl í skjalasafni og skila til Þjóðskjalasafns. Hingað til hafa gögn verið prentuð út og skilað til Þjóðskjalasafns en HSN skilar nú gögnum rafrænt í gegnum WorkPoint. Rafrænt skjalavörslutímabil hófst í september 2021 og verða því gögn frá þeim tíma og framvegis að vera vistuð í WorkPoint.
WorkPoint skjalakerfið býður m.a. upp á:
o Örugga og miðlæga varðveislu samninga HSN. o Örugga og miðlæga varðveislu málasafns HSN.
o Örugga og miðlæga varðveislu fundargerða HSN. o Skjalavörslu HSN; til að uppfylla lög og reglur.
o Varðveislu skjala sem tengjast lögbundnum verkefnum HSN. o Skilvirka stjórnun HSN í tengslum við viðskiptalegar kröfur og innri þarfir. o Utanumhald á skjölum og samskiptum.
o Góðar aðgangsstýringar, til að tryggja að eingöngu réttir aðilar hafi aðgang að hverju einstöku máli.
Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriðin í notkun WorkPoint, s.s. hvar finnum við málakerfið, bæði vefútgáfu og WorkPoint Express, hvernig stofnað er mál og hvernig skjöl og tölvupóstar eru vistuð í máli. Jafnframt verður farið yfir hvað er mál og hvernig skjöl þarf að vista undir máli. Mál er í raun hvert einstakt verkefni sem unnið er hjá HSN. Það getur t.d. verið aðsent erindi sem þarf að bregðast við, fyrirspurn eða fyrirmæli. Það getur einnig verið verkefni innan HSN eða samningar svo dæmi séu nefnd.
Leiðbeinandi: Hulda Jónsdóttir/Kristín Magnúsdóttir
Tímasetningar:
Hópur 1: 14. febrúar og 21. febrúar kl. 14:30-15:30
Tími
14 (Þriðjudagur) 14:30 - 21 (Þriðjudagur) 15:30
15feb13:00RAI-NursingNámskeið fyrir starfsfólk HSN13:00


Nánar um viðburð
Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN). Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga í RAI NH mælitækinu. RAI mælitækið er yfirgripsmikið staðlað tæki til notkunar við klíníska vinnu og er hannað til
Nánar um viðburð
Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).
Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga í RAI NH mælitækinu.
RAI mælitækið er yfirgripsmikið staðlað tæki til notkunar við klíníska vinnu og er hannað til notkunar fyrir fagfólk á hjúkrunarheimilum.
Staður: Húsavík
Leiðbeinandi: Jóhanna Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri hjá HSN
Tími: 15. feb kl 13:00-16:00.
Tími
(Miðvikudagur) 13:00
STARFSEMIN OKKAR
Þekkingarnet Þingeyinga er miðstöð símenntunar, háskólanámsþjónustu og rannsókna. Starfssvæði Þekkingarnetsins er stórt landsvæði á nOrðausturhluta landsins, þ.e. Þingeyjarsýslur. Stofnunin rekur starfsstöðvar víða um héraðið en höfuðaðsetur þess er á Húsavík.
FRÉTTIR


Nám og þjálfun – endurmenntun starfsfólks
Þekkingarnetið fékk Erasmus+ aðild í Nám og þjálfun (KA1) árið 2021. Slík aðildin er hugsuð sem


SPECIAL samstarfsverkefnið
Evrópska samstarfsverkefnið SPECIAL snýr að því að nýta mjúka og almenna hæfni til að auka ráðningarhæfi,


NorthQuake 2022 ráðstefnurit komið út – NorthQuake 2022 Conference Proceedings published.
Í haust sá starfsfólk Þekkingarnetsins um utanumhald og skipulag alþjóðlegrar ráðstefnu um jarðskjálfta. Þetta var í


Sveitarstjóri Norðurþings skrifar um STÉTTINA
STÉTTIN á Húsavík, nýi þekkingarklasinn á Hafnarstéttinni, hefur dregið að sér jákvæða athygli undanfarið. Í tengslum


Opið hús á Stéttinni 9. desember
Velkomin í opið hús á Stéttinni 9. desember kl 16-19. Forseti Íslands opnar nýja aðstöðu með formlegum hætti og Valdimar Guðmundsson syngur nokkur lög með hljómsveit sinni LÓN. Hlökkum til að sjá ykkur!


EU-NET verkefnafundur í Ungverjalandi
Þekkingarnetið er samstarfsaðili í tveggja ára evrópuverkefni sem kallast: ”EUropean NETworking as a method for further


Stafræn samfélög – fræðsluefni um notkun þjónustu á netinu
Stafvæðing eykst jafnt og þétt í samfélagi okkar. Víða í Evrópu er staðan sú að ýmis


Óáþreifanlegur menningararfur og frumkvöðlastarf
Fræðsluefni í NICHE verkefninu Markmið NICHE verkefnisins (Nurturing Intangible Cultural Heritage for Entrepreneurship) er að